Sjóðurinn er skuldbundinn til að greiða innlánseigendum ef:

· Aðildarfyrirtæki er ekki fært um, að mati Fjármálaeftirlitsins, að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðu sem viðskiptavinur hefur krafið aðildarfyrirtæki um endurgreiðslu á. Álit Fjármálaeftirlitsins skal liggja fyrir eigi síðar en þremur vikum eftir að það fær fyrst staðfestingu á að aðildarfyrirtæki hafi ekki greitt viðskiptavini.

· Bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta.

Fjárhæð til greiðslu:

Lágmarks tryggingarfjárhæð á Íslandi er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 20.887 evrum. Hrökkvi eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum, skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að EUR 20.877 bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum. Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.

Krafa skal reiknuð miðað við eign viðskiptamanna aðildarfyrirtækis þann dag sem Fjármálaeftirlitið gefur út álit, eða þann dag sem úrskurður er kveðinn upp um töku bús aðildarfyrirtækis til gjaldþrotaskipta. Miða skal við þann dag sem fyrr kemur upp. Sjóðnum er heimilt að nýta sér kröfur viðkomandi aðildarfyrirtækis á hendur viðskiptamanni til skuldajafnaðar gegn kröfu viðskiptamanns á greiðslu andvirðis innstæðu.

Greiðslur og greiðslufrestur:

Hvíli greiðsluskylda á sjóðnum gagnvart innstæðueiganda ber að inna greiðslu af hendi eigi síðar en þremur mánuðum frá því að álit Fjármálaeftirlitsins liggur fyrir,eða úrskurður hefur verið kveðinn upp um töku bús aðildarfyrirtækis til gjaldþrotaskipta. Hvíli greiðsluskylda á sjóðnum gagnvart viðskiptavini aðildarfyrirtækis í tengslum við viðskipti með verðbréf ber að inna greiðslu af hendi eigi síðar en þremur mánuðum eftir að lögmæti og fjárhæð kröfu er staðfest. Viðskiptaráðherra getur við sérstakar aðstæður, að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins, veitt sjóðnum allt að þriggja mánaða frest til viðbótar við fyrri frest. Viðskiptaráðherra er, að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins, heimilt að framlengja frest til að greiða innstæðueigendum einu sinni eða tvisvar í viðbót, í hvort sinn að hámarki um þrjá mánuði.

Hvað er tryggir sjóðurinn:

Sjóðurinn tryggir innstæður, verðbréf og reiðufé.

Með innstæðu er átt við inneign á reikningi í eigu viðskiptamanns hjá innlánsstofnun, að meðtöldum áföllnum vöxtum og verðbótum, og millifærslu í hefðbundinni bankastarfsemi, sem innlánsstonfun ber að endurgreiða samkvæmt lögum um umsömdum skilmálum, og hlutdeild viðskiptamanns í reikningi innlánsleiðar vörsluaðila lífeyrissparnaðar hjá innlánstofnun. Lántökur innlánsstofnunar, eiginfjárreikningar, heildsöluinnlán og safnreikningar, aðrir en reikningar innlánsleiða vörsluaðila lífeyrissparnaðar, teljast ekki til innstæðna.

Með verðbréfum er átt við verðbréf sem eru í vörslu, umsjón eða umsýslu aðildarfyrirtækis og því ber að endurgreiða eða standa skil á samkvæmt skilmálum er gilda um samskipti aðildarfyrirtækis og fjárfestis samkvæmt lögum eða samningum. Með reiðufé er átt við innborgað reiðufé fjárfestis til aðildarfyrirtækis í tengslum við viðskipti með verðbréf.

Eftirfarandi innstæður njóta ekki verndar:

1. innstæður í eigu fjármálafyrirtækja,

2. innstæður sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti,

3. innstæður fyrirtækis þar sem fjármálafyrirtæki er meirihlutaeigandi,

4. innstæður ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja að meiri hluta í eigu opinberra aðila,

5. innstæður rekstrarfélaga verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði,

6. innstæður félaga í sömu samsteypu og þau sem falla undir 1. tölul.,

7. innstæður sem eru ekki skráðar á nafn,

Að auki eru undanskilin tryggingu eru innstæður, verðbréf og reiðufé í eigu aðildarfyrirtækja, svo og móður- og dótturfyrirtækja þeirra, fyrir þeirra eigin reikning og innstæður, verðbréf og reiðufé sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti.