Iðgjöld
Í júní 2012 voru samþykkt lög um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.
Er með þeim í megindráttum lögfest þau ákvæði sem sett voru til bráðabirgða fyrir árið 2011 um greiðslu í innstæðudeild. Rétt er að vekja athygli á því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að álagningarhlutfall verði lækkað frá því sem er í gildandi bráðabirgðaákvæði.
Skýrsla fyrir viðkomandi fjórðung er í viðhengi. Samkvæmt upplýsingum frá FME munu áhættustuðlar liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar fyrir gjalddaga og skal skýrslunni skilað með umbeðnum upplýsingum þegar hann hefur verið birtur.
Gjalddagar eru sem hér segir:
Gjaldtímabil | Gjalddagi |
Fyrsti ársfjórðungur | 1. júní |
Annar ársfjórðungur | 1. september |
Þriðji ársfjórðungur | 1. desember |
Fjórði ársfjórðungur | 1. mars |
Reikningur verður sendur í heimabanka í síðasta lagi 7 dögum fyrir gjalddaga. Ef ekki er greitt á gjalddaga reiknast 5% álag fyrir hvern liðinn dag umfram gjalddaga, fimm daga í röð. Ef iðgjald er enn ógreitt að þeim tíma liðnum verður send tilkynning til FME um vanskil.