Aðalfundur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, föstudaginn 10. mars 2022, kl. 15:00, Borgartúni 35.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins.

Aðalfundur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, föstudaginn 12. mars 2021, kl. 15:00, Borgartúni 35.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins.

Aðalfundar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, mánudaginn 9. mars 2020, kl. 15:00, Borgartúni 35.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins. 

Aðalfundar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, föstudaginn 29. mars 2019, kl. 15:00, Borgartúni 35.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins. 

Aðalfundur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) verður haldinn að Borgartúni 35, Reykjavík, í fundarsal á jarðhæð mánudaginn 12. mars 2018, kl. 15:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins. 

Aðalfundur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) verður haldinn að Borgartúni 35, Reykjavík, í fundarsal á jarðhæð miðvikudaginn 16. mars 2016, kl. 15:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins. 

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), Hollenski seðlabankinn (DNB) og Breski innstæðutryggingasjóðurinn (FSCS) hafa náð samningum um lokauppgjör krafna sem stafa frá innstæðum sem Landsbanki Íslands hf. (nú LBI hf.) safnaði í útibúum sínum í Amsterdam annars vegar og London hins vegar undir vörumerkinu Icesave. Samningurinn felur í sér að TIF greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem eru nú þegar til staðar í B deild TIF. Í B deild eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Seðlabanki Íslands veitti undanþágu frá gjaldeyrishöftum að því marki sem þurfti til að unnt væri að inna greiðslur af hendi.

Aðalfundur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) verður haldinn að Borgartúni 35, Reykjavík, í fundarsal á 6. hæð, fimmtudaginn 31. mars 2015, kl. 16:00.

Í samræmi við 5. gr. laga nr. 98/1999 og 5. gr. samþykkta fyrir TIF á sérhvert aðildarfyrirtæki rétt til setu á aðalfundi.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við 6. gr. samþykkta sjóðsins:

Hollendingar og Bretar krefja íslenska tryggingarsjóðinn um 556 milljarða króna auk vaxta og kostnaðar.

  • TIF hefur yfir að ráða um 18,2 milljörðum króna upp í kröfuna
  • Ekki er ríkisábyrgð á TIF
  • Hollendingar og Bretar krefjast framtíðarinngreiðslna í sjóðinn
  • Ítrustu kröfur DNB og FSCS má meta á um 1000 milljarða með vöxtum og kostnaði

Hinn 31. maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 55/2011 um breytingu á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum. Með gildistöku hinna nýju laga bættist ákvæði til bráðabirgða inn í lögin, en ekki náðist að afgreiða nýtt heildarfrumvarp um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (sbr. þskj. 268 – 237. mál á 139. löggjafarþingi 2010-2011).

Stjórn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF eða sjóðurinn) hefur gefið út ákvörðun dags. 8. september 2011 um hvernig greiðslum úr innstæðudeild sjóðsins verður háttað í kjölfar hruns íslensku bankanna haustið 2008 og síðar. Ákvörðunin hefur verið birt í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.tif.is og vísast til hennar til skýringar og fyllingar á þeim upplýsingum sem hér fara á eftir. Kröfuhafar geta einnig óskað þess að fá ákvörðunina senda í pósti.

Umrædd ákvörðun stjórnar TIF kann að hafa mikil áhrif á réttindi kröfuhafa, en afstaða stjórnar TIF er sú að greiða eigi innstæðueigendum Landsbanka Íslands hf. fyrst allra kröfuhafa innstæðudeildar sjóðsins. Stjórn TIF lítur svo á að greiðsluskylda sjóðsins hafi orðið virk síðar í tilviki annarra aðildarfyrirtækja sjóðsins. Afleiðing þessarar ákvörðunar er sú að engar eignir teljast hafa verið til staðar í TIF þegar greiðsluskylda varð virk í öðrum tilvikum á árinu 2008. Fyrirséð er því að kröfuhafar Kaupþings banka hf. og Glitnis banka hf. fá ekki greiðslur úr innstæðudeild TIF að svo stöddu.

Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta („TIF“) verður virk þegar aðildarfyrirtæki er að áliti Fjármálaeftirlitsins ekki fært um að inna af hendi greiðslu á andvirði verðbréfa eða reiðufjár sem viðskiptavinur hefur krafið aðildarfyrirtæki um endurgreiðslu eða skil á í samræmi við þá skilmála sem gilda, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 98/1999. Greiðsluskylda TIF getur einnig orðið virk ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta (slitameðferðar). Þann 9. apríl 2010 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð um að VBS fjárfestingarbanki hf. („VBS“) skyldi tekið til slitameðferðar og skipaði félaginu slitastjórn. Telst greiðsluskylda TIF gagnvart kröfuhöfum VBS því hafa orðið virk þann dag.